top of page

Yagerian Therapy

Yagerian Therapy í stuttu máli

Yager meðferð er einstök, einföld, fljótvirk og mjög áhrifarík aðferð. Hugmyndafræðin á bak við Yager meðferð er ekki flókin. Öllu venjulega er vitundinni skipt í tvennt, þ.e. meðvitund og undirvitund. Dr. Yager gerir hins vegar ráð fyrir því að um þriðja hluta vitundarinnar sé að ræða eða okkar æðra vitsmunastig, Hann gaf þessum hluta nafnið Centrum og margir af meðferðarþegum hans tala um Centrum sem innsæi sitt, sálina, æðri leiðbeinanda svo eitthvað sé nefnt. Centrum finnur uppruna vandamála einstaklingsins með leiðbeiningum frá Yager meðferðaraðila og finnur lausn. Einstaklingar geta líka nýtt aðferðina sem sjálfshjálparleið.

 

Dr. Edwin K. Yager, höfundur Yagerian Therapy, hefur þróað aðferðina og sannreynt virkni hennar í fjölda ára.

Dr. Yager

 

 

 

Eins og áður sagði hefur Centrum þann eiginleika að geta leitað í undirvitundinni að rót vandamáls og fundið viðeigandi lausn.

Það er hægt að líkja vandamálinu við forrit sem hefur ekki fengið uppfærslu lengi, það veit ekki að það sem það sér um er ekki æskilegt lengur á einhvern máta. Eftir uppfærsluna hefur það fengið nýjustu upplýsingar um vonir og væntingar, hag og hagsmuni einstaklingsins. Það getur leyst vandann og einkennin, sem voru merki um að eitthvað væri að, gætu horfið.

 

Þessi merki/einkenni geta verið margvísleg. Verkir, fíkn, kvíði, streita, ótti, fóbíur, þráhyggja, ágengar hugsanir, svefnvandamál, latur ristill, skortur á sjálfstrausti, asmi, húðvandamál, undirmiga, kækir, stam o.fl.

Undirvitundin er tengd ósjálfráða taugakerfinu og því margs konar einkenni sem geta komið fram þegar um vandamál í undirvitundinni er að ræða.

 

Það mætti segja að það borgi sig að athuga hvort uppruna einkenna megi rekja til undirvitundarinnar. Hafa ber þó í huga að leita skal til læknis þegar um sjúkdómseinkenni er að ræða.

Meira um Yagerian Therapy
Vitundin virkjuð til heilbrigðis

Dr. Yager skrifaði bókina "Subliminal Therapy, using your mind to heal" og er hún undirstaða kennslu Yagerian Therapy. Bókin er innifalin í verði Yager námskeiðanna.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dr. Yager kennir enn við læknadeild University of San Diego, kominn á tíræðis aldur. Hann starfar líka á einkastofu sinni ásamt því að ferðast um allan heim til að kenna aðferðina og sinna þannig köllun sinni að breiða út Yagerian Therapy. Of langt mál er að telja upp öll þau lönd er hann hefur ferðast til.

 

Dr. Yager setti á fót stofnun, Subliminal Therapy Institute Inc. (STII) til að halda utan um aðferðina, Yager meðferðaraðila sem og kennara.

 

Frekari upplýsingar um Dr. Yager og eða STII má fá með því að smella á hnappana hér fyrir neðan.

 

Bókina er hægt að kaupa ásamt fjölda annara kvera um aðferðina, hljóðbóka sem og bókina "Foundation of hypnosis" á síðu stii.us

Yager meðferð hentar mjög vel fyrir börn. Anna Lísa aðlagaði einmitt aðferðina að börnum með góðum árangri.

Yager meðferð fyrir börn hefur hjálpað börnum með, kvíða, hræðslu, reiði, ljótar hugsanir, þráhyggju, óútskýrðan höfuðverk, svefnvandamál, fælni, námsvanda og ofskynjanir, svo eitthvað sé nefnt.

 

Anna Lísa hefur ferðast með Dr. Yager og kennt Yagerian Therapy fyrir börn. Til að mynda til Berlínar og Magdeburg í Þýskalandi sem og til Rheinfelden í Sviss.

 

Hún hefur einnig tekið þátt í kennslu á námskeiðum Dr. Yagers, séð um æfingar og komið að sýnikennslu þegar Dr. Yager hefur beðið hana um að taka við meðferðinni.  

Yagerian Therapy fyrir börn

Anna Lísa og Dr. Yager

Með Dr. Yager & Dr. Preetz

Frá Sviss

bottom of page